> <

Aðalfundur 2017

Aðalfundur var haldinn í Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ,  27. júlí sl. Þar lét Ólafur Gränz af embætti sem formaður Hollvinasamtakanna. Hann hafði verið formaður í 5 ár, verið ötull talsmaður Heilsustofnunar og náð góðum árangri í söfnum fjár til margvíslegra verkefna og hluta sem stutt hafa starf stofnunarinnar. Voru honum sérstaklega þökkuð góð störf.

Lesa meira: Aðalfundur 2017

Hollvinir eru uppbyggjandi vinir

Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ eru félagsskapur fólks sem vinnur að fjáröflun til að efla og stuðla að nýjungum í starfsemi Heilsustofnunr NLFÍ. Síðastliðin ár hafa verið keypt fyrir framlög Hollvina allt frá dýrum lækningatækjum til ódýrra púsluspila. Einnig er fjárfest í nýjum heilsuræktartækjum og húsbúnaði í Hollvinastofuna sem kalla má félagsaðstöðu dvalargesta. Það má því segja að við Hollvinir séum uppbyggjandi félagsskapur.

Lesa meira: Hollvinir eru uppbyggjandi vinir

Kveðja frá formanni Hollvinasamtaka Heilsustofnunar

Á afmælisárinu okkar þegar Hollvinasamtökin fagna 10 árum, stefnum við hátt og snúum bökum saman. Góður árangur hefur verið af starfi okkar og framlögum undanfarin ár. Ánægjulegt afmælisár er liðið og nú er að baki rúmlega tíu ára farsælt starf Hollvina (stofndagur er 24.júlí 2005). Af því tilefni munu allir Hollvinir fá sent með greiðsluseðli vegna árgjalda boðskort fyrir tvo í mat í Matsal stofnunarinnar, ásamt ókeypis aðgangi að Sundlaug, sauna og pottum fyrir tvo.

Lesa meira: Kveðja frá formanni Hollvinasamtaka Heilsustofnunar

Aðalfundur 16. mars 2016

Aðalfundur Hollvina var haldinn á Heilsustofnun miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00. Fundinn sátu 35 manns og farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf.

Í stjórn til næsta árs sitja;

· Ólafur Gränz,
· Róbert Hlöðversson
· Margrét Grímsdóttir
· Þuríður G. Aradóttir
· Valdimar Júlíusson
· Þröstur Sigurðsson

Aðalfundur 25. febrúar 2015

Aðalfundur Hollvina var haldinn á Heilsustofnun miðvikudaginn 25.febrúar kl. 20:00. Fundinn sátu 60 manns og farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf. 

Í stjórn til næsta árs sitja;

  • Ólafur Gränz, Róbert Hlöðversson
  • Jóna Einarsdóttir,
  • Oddný Mattadóttir
  • Margrét Grímsdóttir.

Einnig var samþykkt á fundinum að fá fleiri til starfa með stjórn í tilefni af 10 ára afmæli Hollvina.

60 ára afmæli Heilsustofnunar

Heilsustofnun tók til starfa árið 1955 og verður haldið upp á 60 ára afmælið með ýmsum hætti á þessu ári. 

Unnið er að útgáfu á blaði um Heilsustofnun sem verður dreift með Morgunblaðinu þann 14.maí nk. Haldið verður upp á afmælið sunnudaginn 28. júní nk. og eru Hollvinir beðnir um að taka daginn frá. Dagskrá verður kynnt síðar.